Heimilisofbeldi

Fréttamynd

„Heiðurstengt of­beldi er ekki okkar stærsta vanda­mál“

Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum.

Innlent
Fréttamynd

Rjúfum þögnina: and­legt of­beldi

Við skulum byrja á að segja hið augljósa – allt ofbeldi er óafsakanlegt. Það eru engar ýkjur þegar það er sagt að andlegt ofbeldi er ein versta tegund tilfinningalegs rússíbana sem fólk lendir í. Andlegt ofbeldi getur verið í formi orðaskipta eða í formi líkamstjáningar. Samskiptin einkennast oft af niðurlægingu og er yfirleitt leið annars aðilans að ná stjórn á þolandanum.

Skoðun
Fréttamynd

Sló aðra á heimilinu í­trekað með hleðslusnúru

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. 

Innlent
Fréttamynd

Læknirinn mátti læsa dætur sínar inni eftir allt saman

Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var sýknaður af ákæru um brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot á föstudag. Landsréttur leit svo á að hann hefði ekki brotið á dætrum sínum með því að slá á fingur þeirra og læsa þær inni í uppeldisskyni.

Innlent
Fréttamynd

Vaknaði og barnið var horfið

Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig.

Innlent
Fréttamynd

Við­horf breytist ekki við það bara að klæða sig í lög­reglu­búning

Sérfræðingar frá UN Women vinna nú að því að taka út lögreglufræðikennslu á Íslandi og inntökuprófið í til dæmis sérsveitina út frá kynjajafnrétti. Verkefninu stýra þau Jane Townsley og Gerry Campbell sem bæði störfuðu áður sem lögreglumenn en vinna nú að samþættingu kynjajafnréttis innan lögreglu um allan heim. Bæði voru þau á landinu í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi Marvel-illmenni slapp við fangelsi

Bandaríski leikarinn Jonathan Majors hlaut skilorðdóm og var skipað að sækja sér ráðgjöf fyrir að ráðast á fyrrverandi kærustu sína í dag. Hann átti allt að árs fangelsisdóm yfir höfði sér.

Erlent
Fréttamynd

Flestir öryggis­hnappar vegna heimilis­of­beldis

Eftir því sem næst verður komist eru 106 öryggishnappar í umferð hér á landi og eru ýmsar ástæður fyrir notkun þeirra af ýmsum toga. Fólk sem er með slíka hnappa á það þó sameiginlegt að óttast um öryggi sitt.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að bregðast við þegar glugginn er opinn“

Síðustu mánuði hefur Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, unnið að því að búa til samræmt verklag fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn til að fylgja þegar til þeirra leita einstaklingar sem hafa sætt heimilisofbeldi. Verklagið er tilbúið en forritarar hanna nú rafrænt skráningarkerfi svo hægt sé að koma því í prófun og svo framkvæmd. 

Innlent
Fréttamynd

Ára­langt heimilis­of­beldi náði nýjum hæðum á Spáni

Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla.

Innlent
Fréttamynd

Ekki talið náið sam­band og sleppur með skil­orð

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Hann var ákærður fyrir brot í nánu sambandi gegn konunni en dómurinn féllst ekki á að samband þeirra hefði verið náið.

Innlent
Fréttamynd

Er mögu­legt að eflast, vaxa og njóta lífsins eftir of­beldi í nánu sam­bandi?

Kynbundið ofbeldi er alvarlegt og útbreitt samfélagslegt vandamál á heimsvísu og algengasta birtingarmynd þess er ofbeldi í nánu sambandi, þar sem gerandinn er núverandi eða fyrrverandi maki. Útbreiðsla og algengi ofbeldis í nánu sambandi er slíkt og neikvæðar afleiðingar þess á lýðheilsu svo alvarlegar að því hefur verið líkt við heimsfaraldur.

Skoðun
Fréttamynd

Hand­töku­skipun gefin út á hendur NFL-stjörnunnar Von Miller

Vonnie B‘VSean Miller, betur þekktur sem Von Miller, er 34 ára gamall leikmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni. Hann á að baki tvo meistaratitla í NFL og var valinn verðmætasti leikmaður Ofurskálarinnar árið 2016. Hann gæti nú átt yfir höfði sér fangelsisvist.

Sport
Fréttamynd

Of­beldi á aldrei rétt á sér

Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Kaffi eða jafn­rétti?

Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi.

Skoðun